Við óskum eftir verkefnastjóra og þjálfara til starfa í Fjarðabyggð
Janus heilsuefling í samvinnu við Fjarðabyggð óskar eftir skipulögðum, drífandi og sjálfstæðum heilsuþjálfara, að minnsta kosti til eins árs.
Um er að ræða eitt 100% stöðugildi eða tvö 50% stöðugildi á sviði heilsueflingar fyrir eldri aldurshópa 65+ í Fjarðabyggð.
Umsækjandi þyrfti að geta hafið störf sem allra fyrst
Kröfur um menntun: Viðurkennd menntun á sviði íþrótta- og heilsufræða, sjúkraþjálfunar, lýðheilsu eða skyldra starfstétta.
Starfsstöðvar eru á eftirfarandi stöðum:
Neskaupsstaður, Eskifjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður.
Umsókn skal skila inn á rafrænu formi, ásamt kynningarbréfi og meðmælum til Báru Ólafsdóttur, framkvæmdarstjóra Janusar heilsueflingar, á netfangið bara@janusheilsuefling.is
Umsóknarfrestur er til 26. janúar 2024