Þjónustan
Markviss heilsuefling fyrir 60+
Við höfum skapað sérsniðna heilsueflingu með handleiðslu fyrir 60 ára og eldri.
Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO)
er heilsuefling hugtak sem notað er yfir það að skapa félags-, menningar- og efnahagslegar aðstæður til að gera fólki betur kleift að stýra og bæta heilsu sína.
Markmið Janusar heilsueflingar er að auka heilsulæsi þátttakenda, gefa þeim tól og tæki til þess að auka úthald, bæta vöðvastyrk, líkamssamsetningu og heilsu.