Hreyfing eldra fólks - ráðleggingar Landlæknis

Mælt er með að...

...að hreyfa sig rösklega í minnst 150-300 mínútur á viku.

Með því er átt við hreyfingu sem eykur hjartslátt og öndun í minnst 2.5 - 5 klst yfir vikuna. Það gera um 20 - 40 mínútur á dag.

Dæmi um þetta eru röskleg ganga, að synda, dansa eða hjóli úti eða inni á æfingahjóli.

EÐA

...að hreyfa sig rösklega í minnst 75 - 300 mínútur á viku

Með því er átt við hreyfingu af mikilli ákefð sem kallar fram mæði og svita í minnst 1 klst og 15 mín - 2 klst yfir vikuna. Það gera um 10 - 20 mínútur á dag.

Dæmi um þetta er kröftug ganga, að synda hratt, hlaup eða önnur hreyfing stunduð af krafti.

...að allir stundi hreyfingu sem styrkir vöðva, bætir jafnvægi og eykur hreyfigetu 2-3 daga vikunnar

Hreyfingin ætti að virkja alla stærstu vöðvahópa líkamans

Dæmi um þetta eru styrktaræfingar í tækjasal, með lóðum, með teygjum eða eigin líkamsþyngd.

Hreyfingin gegnir lykilhlutverki í að viðhalda og bæta heilsu og líðan eldra fólks

- Betri andleg heilsa og líðan

- Betri svefn

- Betri hugræn geta

- Betra jafnvægi

- Spornar gegn beinþynningu

- Minni hætta á föllum

- Minni líkur á hjarta- og æðasjúkdómum

Heilsupistill.pdf

Hlaða niður

Hafa verður í huga að eldra fólk er breiður hópur hvað varðar aldur og færni

Það er því mikilvægt að allir aðlagi ákefðina við sitt getustig. Það er betra að hreyfa sig lítið heldur en ekki neitt.

Það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig!

Fleiri fréttir