Hágæða heilsuefling Akureyri
Hágæða heilsuefling hefur verið í boði á Akureyri síðan haustið 2023. Hópurinn æfir í World Class Skólastíg á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og eru tímar í boði kl. 07:00, 08:00, 09:00 og 10:00.
Iðkendur æfa undir handleiðslu þjálfaranna Ástu Heiðrúnar Jónsdóttur og Rögnu Baldvinsdóttur.
Ragna Baldvinsdóttir er fædd á Akureyri en fluttist 3 ára á Laugar í Reykjadal. Ragna er gift og á þrjár stelpur. Hún er menntaður íþrótta- og heilsufræðingur og heilsunuddari og hefur þjálfað hinar ýmsu íþróttir eins og til dæmis blak, fótbolta og frjálsar íþróttir. Hún er starfandi íþróttakennari í Þelamörk og tók þátt í að innleiða þjálfun Janusar heilsueflingar á Akureyri.
Netfang: ragnabaldvins@janusheilsuefling.is
Ásta Heiðrún Jónsdóttir er fædd og uppalin á Akureyri. Hún er gift og á 2 stelpur. Ásta er menntaður íþrótta- og heilsufræðingur og hefur starfað við margskonar þjálfun í 15 ár. Hún stundar sjálf hlaup, blak og lyftingar af kappi en finnst annars öll útivist skemmtileg eins og fjallgöngur, skíði og klifur.
Netfang: astaheidrun@janusheilsuefling.is
Hægt er að skrá sig til þátttöku með því að senda póst á info@janusheilsuefling.is eða í gegnum heimasíðuna okkar www.janusheilsuefling.is