Skráning hafin fyrir haustið

Nú höfum við formlega opnað á skráningu fyrir haustið. Nýir þátttakendur verða teknir inn í ágúst og september.

Við erum í samstarfi við eftirfarandi sveitarfélög; Fjarðabyggð, Grindavíkurbæ, Garðabæ, Hafnarfjarðarbæ, Seltjarnarnesbæ og Vestmannaeyjabæ. Kynningarfundir verða haldnir á hverjum stað fyrir sig og verða þeir auglýstir frekar þegar nær dregur.

Auk þess bjóðum við upp á Hágæða heilsueflingu 60+ á höfuðborgarsvæðinu og haust verður sú þjónusta í boði á Akureyri og í Reykjanesbæ (ef lágmarksskráning næst).

Ef áhugi fyrir þátttöku er fyrir hendi þá fer skráning fram í gegnum netfangið skraning@janusheilsuefling.is.

Vinsamlegast sendið fullt nafn, kennitölu, símanúmer, netfang og í hvaða sveitarfélagi þið eru búsett. Öllum skráningum verður svarað.

Heilsupistill.pdf

Hlaða niður

Fleiri fréttir